NÁMSKEIÐ

 

      

Steinunn Marteinsdóttir heldur námskeið í keramik á Hulduhólum fyrir almenning. Byrjendanámskeið eru yfirleitt haldin á haustin og vorin.  Síðustu byrjendanámskeið voru fimm vikna námskeið.  Kennt er eitt kvöld í viku  - yfileitt  miðvikudagskvöldum

Á byrjendanámskeiðunum eru kenndar handmótunaraðferðir  við leimótun.Til dæmis eru hlutir byggðir upp með rúllum og plötum og kennd er vinnsla með gibsformum. Einnig er kennt það sem hægt er í meðferð leirlita og glerunga á svo stuttum tíma.

Í framhaldi af byrjendanámskeiði er hægt að fá framhaldstíma  eitt og eitt kvöld í senn og af og til eru haldin sérnánskeið t.d. í litameðferð og mótagerð.

Nánari upplýsingar í síma  5666194.

Verk nemanda